Sunday, September 15, 2013

Fýluferð til Elysium

Elysium er ein af vonbrigðum sumarsins en hún lofaði góðu eftir frábæra frumraun leikstjórans Neill Blomkamp. Eins og District 9 þá er grundvallarhugmyndin gagnrýni á þjóðfélagsaðstæður en þannig er það í mörgum löndum að ríkt fólk á frekara aðgengi að góðri læknisþjónustu heldur en þeir sem hanga neðar í þjóðfélagsstiganum.

En þrátt fyrir góða grunnhugmynd þá fer lítið fyrir snjöllum frásagnarmáta eða plott-keyrðri atburðarrás sem gerði District 9 að frábærri kvikmynd. Sagan er örþunn og persónurnar ekki sérstaklega áhugaverðar eða eftirminnilegar. Skot framhjá hjá Blomkamp að þessu sinni.

No comments:

Post a Comment