Friday, April 19, 2013

Elsku Bjössi

Elsku Bjössi smiður á afmæli í dag. Við Bjössi unnum saman í byggingarvinnu eitt sumar þegar ég var 16 ára. Bjössi var alltaf svo yndislegur við mig, bauð mér mjólkurkex í kaffipásum og sýndi mér klámblöð. Bjössi er mikill hrakfallabálkur og hlógum við mikið og dátt þegar hann rak nagla í gegnum höndina á sér eitt skiptið. Mögulega hafði það eitthvað að gera með það að hann mætti reglulega fullur í vinnuna. En þetta er allt sem gerir Bjössa að svona litskrúðugum karakter. Ég gleymi aldrei það sem þú sagðir við mig: "Ef þú horfir nógu djúpt í augun á fólki þá sérðu sálina í því". Svo kallaðiru mig alltaf því skemmtilega nafni "litla píkan". Bjössi, þú gerðir mig af þeim manni sem ég er í dag og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Bjössi, þú ert yndislegur!

No comments:

Post a Comment