Wednesday, August 7, 2013

Djöfulgangur í Taílandi

Það er ekki erfitt að sjá af hverju fólk annað hvort fílar eða hatar þessa nýjustu mynd Danans Nicolas Winding-Refn. Myndin fjallar um siðferðislega gjaldþrota fólk sem er flækt inn í dökka undirheima Bangkok borgar og þannig séð er engin persóna sem maður getur "haldið með" (þó að Ryan Gosling sé nú minnst andfélagslega persónan). Allir eru falir og engin hikar við að myrða fyrir rétta upphæð. Það er því dregin ansi dökk mynd af mannskepnunni og lítið um ljósglætu í myrkrinu.

Sagan er frekar einföld og fer allt púðrið í að skapa andrúmsloft og óþægilega stemningu þar sem ógn er alltaf yfirvofandi. Fólk sem fílar stíl Winding-Refn á eftir að verða hrifið en þeir sem voru að vonast eftir einhverju mikið meira eiga eftir að sitja uppi með sárt ennið. Þessi mynd er nefninlega hálfgert rúnk. En þetta er spennuþrungið, flott og óvægið rúnk. Svo er bara spurning hvort þú fílar rúnk eða ekki? 

No comments:

Post a Comment