Friday, August 23, 2013

Líf þessa stráks

Þessi mynd er um margt áhugaverð en hún er frá árinu 1993 og er með Robert De Niro og Ellen Barkin ásamt því að kynna til sögunnar á stóra tjaldið tvo unga leikara sem báðir áttu eftir að svífa hátt á stjörnuhimininn með mörgum eftirminnilegum frammistöðum í kvikmyndum. Þetta eru þeir Leonardo Di Caprio og Tobey Maguire (sem má nú sjá aftur saman í myndinni The Great Gatsby). De Niro er sagður hafa valið Di Caprio sjálfur úr hópi 400 unga drengja sem mættu í áheyrnarprufur fyrir myndina. Myndin er sannsöguleg og byggir á minningum rithöfundarins Tobias Wolff en þegar hann var á unglingsárum giftist mamma hans ráðríkum og árásargjörnum manni (leikinn skemmtilega af De Niro) og settust þau að í smábænum Concrete. Myndin fjallar svo um tilraun hins unga Wolff til að sleppa frá þröngsýnis hugsunarhætti og ofbeldi stjúpföður síns sem og fáfróðum smábæjarbúum.

This Boy´s Life er mynd sem vel hægt er að mæla með.

No comments:

Post a Comment