Saturday, August 17, 2013

Ristilspeglunar-gagnrýni

Ég skellti mér í ristilspeglun í Mjóddinni á dögunum. Ég hef mig alltaf vel til áður en ég fer í ristilspeglanir og mæti vel til fara. Oftar en ekki spreyja ég smá ilmvatni inn í endaþarminn til að hafa þetta sem ánægjulegast fyrir læknirinn. Það er ákveðin spenna og örlítill kvíði sem myndast og ég ímynda mér að upplifunin sé svipuð og hjá samkynhneigðum manni sem undirbýr sig fyrir stefnumót. Það er spenna og smá kvíði og þú veist að líklega muntu fá eitthvað upp í rassinn seinna meir.

Speglunin var mjög fagmannlega framkvæmd og tók hún fljótt af. Þetta var allt fyrsta flokks. Þægilegur bekkur sem ég lá á þó að mónitórinn þar sem maður gat séð hvað var að gerast inni í ristli og endaþarmi hefði mátt vera stærri og í HD.

Ég mæli eindregið með að fólk skelli sér í ristilspeglun og njóti þess sem hún hefur upp á að bjóða. Maður hressist allur við!

No comments:

Post a Comment