Wednesday, August 21, 2013

Facebook bjargaði lífi mínu

Hér áður fyrr var ég maður götunnar og ráfaði stefnulaust um götur borgarinnar með sjúkrahús spritt í flösku. Ég svaf í ræsinu og hafði náð botni eigin tilvistar. Fólki bauð við mér og vildi ekkert með mig hafa. En þá kom kallið að ofan. Facebook. Facebook rétti mér hjálparhönd þegar allar bjargráðir voru uppurnar. Ég byrjaði að pota í fólk og senda fólki sem ég þekkti ekki neitt klámfengin skilaboð. Ég eignaðist vini. Ég setti inn myndir af mér og fór að skrifa statusa um líf mitt á götunni. Ég hóf samskipti við rússneskar konur sem tóku mér eins og ég er. Ég hætti að drekka. Ég keypti mér ný föt og ég hætti að míga í húsasundum. Núna míg ég í bakgörðum. Núna á ég 576 vini og ég er búinn að pota í þá alla. Einhvern daginn mun ég jafnvel hitta einhvern af þeim. Facebook gaf lífi mínu tilgang. Facebook bjargaði lífi mínu.

No comments:

Post a Comment