Tuesday, August 13, 2013

Laugardalslaugin í ruglinu

Laugardalslaugin finnst mér ekki merkilegt batterí. Að venju var handklæðið mitt horfið þegar ég snéri aftur í baðklefann en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég þarf að þurrka mér með hárþurrku eftir að hafa bleytt mig í þessari rótgrónu sundlaug í Laugardalnum. Svo er líka of mikið af fólki þarna og flestir með ljót húðflúr til sýnis sem mér finnst vera töluverð sjónmengun. Eina góða við laugina er sjópotturinn sem er með ferskt sjávarvatn dælt beint úr sjónum einhvers staðar á Reykjanesinu. Unaður það er að marinera sig í saltvatninu. Svo eru þeir komnir með nýjustu tæknina í sundlaugararmböndum sem er nú ekkert að gera hlutina eitthvað svaka einfalda. Nuddið sem þeir hafa upp á að bjóða er lélegt og gufan er ekkert spes. Þessi laug er kannski meira fyrir útlendinga. Ég fer framvegis í Salalaugina í Kópavogi til að bleyta mig upp.

No comments:

Post a Comment