Thursday, August 23, 2012

Coriolanus

Þetta er alveg tuskufín mynd hjá Ralph Fiennes en hann bæði leikstýrir og leikur aðalpersónuna snilldarlega. Myndin er byggð á leikriti eftir mann að nafni Shakespeare og tala persónurnar Shakespearísku. Það kemur ekkert að sök heldur gerir þessa kröftugu mynd bara ljóðrænari og flottari þó stundum sé fyndið að sjá nútíma hermenn með vélbyssur tala svona ljóðrænt. Þessi mynd hefur fengið litla dreyfingu líklega vegna þess að framleiðendurnir hafa ekki haft trú að þessi mynd hefði getað orðið vinsæl. Bæði út af því að hún er byggð á óþekktu leikriti eftir Shakespeare og að þetta er ekki hasarmynd með nöfnum sem trekkja. Það er því engin ástæða fyrir þá sem hafa gaman af vel gerðum myndum að láta þessa fara fram hjá sér. Til dæmis frekar en að eyða pening í hasarmynd með uppblásnum gamalmönnum (sem trekkja).

 
Þessi treiler er reyndar glataður og villandi

No comments:

Post a Comment