Saturday, August 25, 2012

Tian 天

Einn daginn langaði mig ofboðslega í ekta kínverska nautakjöts núðlusúpu og rölti á kínverska veitingastaðinn Tian á Grensásveginum. Þar talaði ég að sjálfsögðu kínversku við ungan strák sem afgreiddi mig. Sá virtist ekkert kippa sér upp við að ég talaði kínversku og stökk ekki bros á vör. Ég hélt því uppi samræðunum sem voru stuttar. Komst allavega að því að hann og fjölskylda hans sem eiga staðinn eru frá Hangzhou, höfuðborginni í Zhejiang héraði, sem ég hef nokkrum sinnum farið til. Bragðið af súpunni var mjög gott og drakk ég hana upp til agna. Núðlurnar sjálfar voru hins vegar ekki af háum standard og nautakjötið var fullt af sinum og erfitt að tyggja. Ég var þó bara nokkuð sáttur því ég fékk þetta góða bragð af nautakjötsnúðlum sem ég hef saknað. Þau mættu hins vegar vera vinalegri þarna. Ég var einn þarna að borða, talandi kínversku og það hafði engin áhuga á að tala við mig. Mér fannst ég bara ekki velkominn. Það er alveg sjens að ég fari þarna aftur, einfaldlega því þeir eru með marga rétti sem eru ekta kínverskir. Þeir þurfa aðeins að bleyta í tuskunni þarna á Tian.
Kínversk nautakjöts núðlusúpa

No comments:

Post a Comment