Wednesday, August 29, 2012

Stórar ákvarðanir

Stundum þarf maður að taka stórar ákvarðanir. Ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á líf manns, jafnvel breytir því algjörlega. Hugsuðurinn og taugavísindamaðurinn Sam Harris heldur því fram að frjáls vilji sé tálsýn. Í efnislegum heimi er ekkert plás fyrir einhvern "mig" sem tekur ákvarðanir. Allt er ákvarðað af erfðum og lífsreynslu og hægt er að sjá ákvörðunina mína í heilaskanna áður en ég verð meðvitaður um hvað ég ákveð að gera.

Árið 1997 stóð ég inni í Japis í Brautarholti og tók ákvörðun sem breytti lífi mínu til frambúðar. Ég hélt á tveim geisladiskum. Annar var Be Here Now með syngja-upp-í-míkrófóninn bræðrunum í Oasis en hinn var OK Computer með við-förum-ótroðnar-slóðir bandinu Radiohead.

Besta ákvörðun lífs míns.


No comments:

Post a Comment