Sunday, August 19, 2012

Gaman.

Hljómsveitin Fun. er orðin heimsfræg og farin að hljóma á Bylgjunni. Þetta byrjaði með laginu We Are Young þar sem þeir fengu Janelle Monae með sér. Lagið hljómaði í Chevrolet auglýsingu í hálfleik Super Bowl og eftir það var ekki aftur snúið og hafa flestir heyrt þetta lag í dag sem og lagið Some Nights. Lögin koma af plötunni Some Nights sem kom út á þessu ári. Þetta er ekki besta plata Fun. Það er platan Aim and Ignite frá 2009. Söngvarinn í Fun., Nate Ruess var áður í hljómsveitinni The Format sem er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og er platan Dog Problems algjör snilld. Ég er ánægður með að Nate Ruess sé nú orðinn últra frægur enda mikill sjarmör og með frábæra rödd sem passar jafnvel í upplyftandi popplög sem og ljúfsárari lög. Það verður gaman að sjá hvernig þeir höndla frægðina og hvort þeir ætli að gerast enn meira meinstrím eða komi okkur á óvart með næstu plötu.

Nate Ruess er heillandi maður
 
 

No comments:

Post a Comment