Saturday, August 25, 2012

Dario Argento

Þessi gaur er ítalskur leikstjóri sem verður heiðursgestur á Reykjavík International Film Festival sem verður haldin frá 27. September til 7. Október. Hans sérgrein eru hrollvekjur og hefur stíll hans haft mikil áhrif á nútíma hryllingsgerð. Mér finnst mjög gaman að horfa á hryllingsmyndir og hef ég horft á tvær frægustu myndir hans, Deep Red frá 1975 og Suspiria frá 1977. Ég því miður man ekkert eftir Deep Red en Suspiria er stórskemmtileg og eldist nokkuð vel. Þessar tvær eru verður-að-sjá fyrir hrollþyrsta.

Hér er fræg morðsena úr myndinni Suspiria. Það vekur athygli mína að blóð í svona gömlum hryllingsmyndum er mjög gervilegt, alltof ljóst, oft eins og málning eða rifsberjasulta.




No comments:

Post a Comment