Sunday, August 19, 2012

Russell Crowe er maðurinn

Russell Crowe kemur mér fyrir sjónir sem ofvirkur, lífsglaður, húmoristi með vott af introversion. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir athygli heldur hefur hann bara ástríðu fyrir hlutum sem fylgja athygli.
Ég sá þennan Nýsjálending líklega fyrst í áströlsku myndinni Romper Stomper frá 1992. Hann stal svo senunni í hinni eftirminnilegu L.A. Confidential árið 1997. Eftir það er hann búinn að vera í hverri stórmyndinni á fætur annari og fékk tilnefningar til óskarsverðlauna þrjú ár í röð. Mín uppáhalds Russell Crowe mynd er The Insider þar sem hann leikur mann sem uppljóstrar um óhreint mjöl hjá tóbaksfyrirtæki sem hann starfaði hjá. Þessi mynd er ekki bara frábærlega vel gerð heldur byggð á sönnum atburðum sem eru virkilega merkilegir, bæði út frá sálfræðilegu sjónarhorni og samfélagslegu. A Beautiful Mind er líka mjög fín (einnig byggð á sönnum atburðum) og svo að sjálfsögðu Gladiator að ógleymdri áðurnefndri L.A. Confidential.

Svo verður virkilega forvitnilegt að sjá afraksturinn af Noah þar sem Crowe er í leikstjórn Darren Aronofsky sem gerði Black Swan, Requiem for a dream og The Wrestler

Russell Crowe með sínum betri helming

No comments:

Post a Comment