Monday, August 20, 2012

Madness

Nýja lagið frá Muse heitir Madness. Þetta er rafrænasta og poppaðasta lagið sem þeir hafa gert og þeir halda greinilega áfram að þróa hljóm sinn á væntanlegri plötu. Spurning hvernig Muse aðdáendur taka þessu og hvort að nýja platan verður öll á þessum nótum. Þetta er ágætis  rafballaða hjá þeim en líklega þarf maður að heyra það í samhengi á plötunni sem kemur út í September til að geta metið það að fullu.

Í laginu segir Bellamy að það sé ákveðið brjálæði að þróast í sér (ástin) og að hann sé loksins búinn að sjá ljósið og hvað þú (Kate Hudson) þarft. Brjálæði er nú bara fín skilgreining á ástinni. Gjöriði svo vel. Vot tuska frá Muse!


No comments:

Post a Comment